Rimaskóli var stofnaður árið 1993 og er með 1.-10.bekk

Skólastjóri er Helgi Árnason. Frístundaheimilið Tígrisbær (netfang: tigrisbaer@reykjavik.is) er við Rimaskóla og félagsmiðstöðin Sigyn (netfang:sigyn@reykjavik.is).

Rósarimi 11, 112 Reykjavík

sími: 411-7720

rimaskoli@reykjavik.is

http://www.rimaskoli.is

Skólinn er hverfisskóli fyrir íbúa við eftirtaldar götur:

Berjarimi
Fífurimi
Flétturimi
Grasarimi
Hrísrimi
Hvannarimi
Klukkurimi
Laufrimi
Lyngrimi
Mosarimi
Mururimi
Rósarimi
Smárarimi
Sóleyjarrimi
Stararimi
Viðarrimi

Rimaskóli er fjölmennasti hverfisskóli Reykjavíkur. Skólastarfið byggir starfshætti sína á einkunnarorðunum: Regla – metnaður – sköpun. Lögð er áhersla á að í skólanum ríki reglusemi og þar gildi skólareglur sem nemendur virði. Í Rimaskóla ríkir jákvæður metnaður fyrir öllu skólastarfi. Skólinn hefur fengið hvatningarverðlaun fyrir fyrirmyndarkennslu í heimilisfræði, vísindum og skák og náð einstaklega góðum árangri í skák, ræðumennsku og frjálsum íþróttum. Í Rimaskóla eru í gangi árangursríkar aðferðir með einstaklingsmiðað nám, faggreinakennslu á öllum skólastigum og að nemendur öðlist yfirgripsmikla færni í list- og verkgreinum. Í Rimaskóla eru sérhæfð námsver og þjálfað starfsfólk til að fást við skóla án aðgreiningar.