Handbók þessi er hugsuð til þess að auðvelda stjórnarmönnum foreldrafélags og fulltrúum
foreldra í skólaráði störfin og auka aðgengi foreldra, skólastjórnenda og fræðsluyfirvalda að
upplýsingum um starfsemi foreldrafélagsins.
Markmið handbókarinnar er:
 að efla starf foreldrafélagsins og vera öflugt bakland fyrir fulltrúa foreldra í skólaráði
 að auðvelda störf stjórnarfólks og tryggja samfellu í starfinu
 að gera aðkomu foreldra að skólastarfinu sýnilegri í skólasamfélaginu
Leiðin að markmiðinu:
Foreldrafélagið setur fram stefnumörkun sína í handbók sem þessari þar sem fram koma
upplýsingar um starfshætti, skipulag, markmið og leiðir. Handbókin er einnig aðgengileg á
heimasíðu skólans eða heimasíðu foreldrafélagsins eftir atvikum.
Markhópar: Foreldrar, bekkjarfulltrúar, foreldrasamtök, starfsfólk og stjórnendur grunnskóla,
bæjaryfirvöld og upplýsingamiðlar/fjölmiðlar.

 

[su_button url=”http://xn--foreldraflag-rimaskla-j5b4v.is/wp-content/uploads/2014/12/Handbok_grunnskola-forsíða.pdf”]Skoða handbók[/su_button]